Er ekki tilvalið að spara dálítið í eldsneytiskaupum með því að koma með bílinn í vélastillingu. Vélar nútíma bíla nota tölvukerfi við stjórnun vélarinnar. Fjölmargir skynjarar nema aðstæður og mata vélatölvu bílsins með upplýsingum sem síðan eru notaðar til að stjórna hegðun vélarinnar. Þessir skynjarar mæla t.d. lofthita úti, lofthita í soggrein vélarinnar, vatnshita vélarinnar, stöðu inngjafar, snúnigshraða vélar og fjölda annara þátta sem nauðsynlegir eru til að beita vélinni sem best við viðkomandi aðstæður.
Bílaframleiðendur standa frammi fyrir því að forrita vélatölvuna þannig að bíllinn virki við allar mögulegar aðstæður og er því alltaf málamiðlun. Eldsneyti er misgott í heiminum. Skattalegar reglur hinna ýmsu landa eru mismunandi og einnig loftslag og fleiri þættir. Kraftkort í samstarfi við eitt þekktasta fyrirtæki heims á þessu sviði Viezu Technologies býður uppá að endurforrita vélatölvuna með það að markmiði að auka afl vélarinnar, draga úr eyðslu og minnka mengun allt eftir óskum bíleigandans.
Einnig er Kraftkort að bjóða uppá forritun á vélartölvu frá Revo sem er meira fyrir þá sem leitast eftir að ná meira afli og fara lengra með breytingarnar á bílnum. Þá fylgir oft breyting á íhlutum sem vinna með forritinu til að ná en meira afli úr bílnum.
Milltek er framleiðandi á sport púströrum sem Kraftkort sér um dreifingu á Íslandi, þetta er fyrir þá sem vilja kröftugra og flottara hljóð úr bílnum sem og þá sem leitast eftir örlítið auknu afli.
Vossen er gríðarlega þekktur felgu framleiðandi sem Kraftkort sér um dreifingu á Íslandi, Vossen sérhanna allar felgur til að smellpassa undir bílinn og tryggja þannig að bíllinn skarti sínu fegursta.