Bensín og Diesel Kraftstilling , ECU Tuning eða ECU endurforritun fyrir flesta venjulega bíla, 4x4, húsbíla og sendibíla.
Meira afl
Meira tog
Aukin snerpa og betra viðbragð
Mýkra og jafnara átak – þarf sjaldnar að gíra niður
Áreiðanlegt og öruggt
Truflar ekki venjuleg bilanagreiningartæki
Kraftstilling er nauðsynleg fyrir þá ökumenn sem finnst bíllinn sinn ekki vera að standa sig sem skildi. Með því að auka aflið í bílnum þínum þá ert þú að gera bílinn þinn öruggari í frammúrakstri, ánægjulegri að aka og færir bros aftur á andlit þitt án þess að tæma budduna með kaupum á nýjum bíl. Ég nýt þess sérstaklega að sjá bros ökumanna breiðast yfir andlit þeirra í fyrsta prufutúrnum eftir breytingu.
Hvort sem þú ekur á litlum bíl með bensínvél eða stórum öflugum dieselbíl má alltaf finna ónotað afl í hugbúnaði vélatölvunnar. Ávinningurinn af 6 hestafla aukningu á litlum bíl með 1.0 lítra bensínvél er alveg eins eftirtektarverður fyrir einn ökumann eins og það er fyrir annan ökumann að fá rúmlega 65 hestöfl í viðbót á dieselbíl með 3.6 lítra vél með tveimur túrbínum.
Hvort sem þú vilt verða stjarna í bílasportinu eða nota bílinn í skólann er árangurinn af kraftforrituninni alltaf jafn ánægjulegur. Leitin að meira afli, án skaðlegra áhrifa á vélina, hefur ávallt verið eitt af þeim atriðum sem hafa drifið þróunarvinnu starfsmanna Viezu. Í heildina verður bíllinn snarpari, þolbetri, viðbragðsbetri og að öllu leiti ánægjulegri í akstri. Í flestum tilfellum virkar bíllin eins og hann hafi fengið einu númeri stærri vél. Aflaukningin nemur oft u.þ.b. einum gír.