www.kraftkort.is
  • Forsíða
  • Viezu
  • Sparnaðarstilling
  • Kraftstilling
  • Revo
  • Milltek
  • Vossen

Revo 

Revo var stofnað árið 2002 og er í dag leiðandi fyrirtæki í endurforritun og þróun íhluta. Það sem einkennir Revo er að þeir sérhæfa sig í bæði Volkswagen fjölskyldunni sem sagt Audi, Seat, Skoda og Porsche og síðan í Ford bifreiðum. 

Höfuðstöðvar Revo eru í Englandi og það starfa yfir 400 einstaklingar í yfir 40 löndum fyrir þá. Á höfuðstöðvunum starfa 40 manns sem hafa sérþekkingu í þróun og hönnun á hugbúnaði sem og íhlutun. 

Sérstaða Revo yfir önnur fyrirtæki er að þeir gefa viðskiptavinum tækifæri á enn meiri aflaukningu með forritunum ásam viðeigandi íhlutum. Þetta ferli er þrískipt og hægt er að fara Stage 1, Stage 2 eða Stage 3. Með því þarfnast viðeigandi íhlutir fyrir hver stage og þeir eru:
​
  • Stage 1: Þarfnast ekki íhluta en fyrir betra viðbragð er gjarnan skipt um loftinntak
  • Stage 2: Þarfnast loftinntaks og down pipe. Down pipe er púst sem er frá túrbínu og niður undir bílinn. Revo mælir einnig með að í heitari löndum sé skipt um intercooler
  • Stage 3: Hér þarf loftinntak, allt pústkerfi frá túrbínu, intercooler og túrbínu. Einnig er boðið uppá Stage 3+ sem er þá einnig með uppfærðum bensíndælum

Revo bjóða einnig uppá forritun á DSG skiptingu í þeim bilum sem það á við. Þær forritanir eru einnig í þrepum sem fylgja þeim sem nefnd voru hér fyrir ofan. Með forritun á DSG skiptinguni er hægt að auka klemmuþrýsting á kúplingunum til að þola betur aukna aflið, einnig er skiptipunktum breytt og hámarks snúningur aukinn. Þetta er gert til að gera bílinn sportlegri í akstri og skila aflinu betur niður í götu.

Revo býður uppá mikið úrval af íhlutum, þeir geta útvega flest alla þá hluti sem þarf með hinum mismnandi þrepum af forritun. Revo bjóða sem dæmi uppá túrbinur, intercooler, loftintök, Stærri og öflugri bremsur og felgur.

Hægt er að skoða alla íhluti sem og upplýsingar um forritanir á heimasíðu Revo, þú kemst inná hana með hnappnum hér að neðan.

Heimasíða Revo

Myndband frá Revo sem sýnir hröðun hjá breyttum Audi RS3

Site powered by Weebly. Managed by FreeLogoServices.com
  • Forsíða
  • Viezu
  • Sparnaðarstilling
  • Kraftstilling
  • Revo
  • Milltek
  • Vossen