Viezu Technologies er leiðandi fyrirtæki í endurforritun á vélatölvum nútíma bíla. Viezu stillingakerfið hefur verið í þróun í yfir 20 ár. Flestir bílar sem framleiddir hafa verið eftir 1996 eru með vélar sem nota tölvustýrt eldsneytiskerfi. Sumar tegundir byrjuðu fyrr og aðrar síðar. Stillingakerfi Viezu hefur verið þróað við bestu mögulegu skilyrði þar sem er notast við nýjustu tölvu og hugbúnaðartækni og fullkomnustu álagsbekkir (Dynomometer, Rolling Road) ásamt fullkomnum mengunarmælitækjum notuð til að sannreyna árangurinn. Síðan eru allar stillingar þrautprófaðar í akstri á venjulegum vegum. Verkið fer þannig fram að ég les innihald vélatölvunnar með sérstökum tölvubúnaði og sendi innihaldið rafrænt til Viezu. Viezu framkvæmir síðan umbeðnar breytingar eftir óskum bíleigandans og sendir mér til baka. Ég endurskrifa síðan nýja innihaldið í tölvu bílsins.
Á hnapnum hér fyrir neðan getur þú flett upp þínum bíl og séð hvað er hægt að gera fyrir hann ( ATH það er hægt að endurforrita fleiri bíla en gefnir eru upp þar).